top of page
Co-working in a Bright Office

Um okkur

Við hjá Flughjálp vitum af eigin reynslu hversu flókið og tímafrekt það getur verið að fá bætur þegar flugi seinkar, er aflýst eða þegar farþega er neitað um borð.

Að fá skýr svör og aðstoð frá flugfélögum getur reynst bæði þreytandi, villandi og árangurslaust.

Flughjálp er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í að gera þetta ferli einfalt og skilvirkt.

Ég heiti Styrmir Þór Hauksson og stofnaði Flughjálp eftir að hafa sjálfur margoft lent í seinkunum og aflýsingum. Þó við séum ekki lögfræðingar þá hef ég, ásamt teymi mínu, sett mig vandlega inn í reglugerðirnar og náð árangri fyrir fjölmarga farþega. Við höfum einnig aðgang að lögfræðiaðstoð ef þörf krefur, þannig að málin eru í öruggum höndum. 

Flughjálp leggur metnað sinn í að gera ferlið fljótlegt og aðgengilegt. Viðskiptavinir okkar geta treyst því að við stöndum með þeim alla leið og vinnum markvisst að því að tryggja réttindi þeirra.

bottom of page