top of page

Neitað um flugfar​

Ef þér er neitað um flugfar gætir þú átt rétt á bótum samkvæmt evrópureglugerð 261/2004. Upphæð bótanna fer eftir fjarlægð flugsins og seinkun komu á áfangastað.

 

Öll flug sem eru 1500 km eða styttri.

  • 125 evrur ef þér var boðin endurbókun í flug sem kom á áfangastað innan 2 klst frá áætluðum komutíma aflýsta flugsins.

  • 250 evrur ef þú komst á áfangastað meira en 2 klst eftir áætlaðan komutíma aflýsta flugsins.

 

Öll flug innan Bandalagsins* lengri en 1500 km og fyrir öll önnur flug á bilinu 1500 til 3500 km.

  • 200 evrur ef þér var boðin endurbókun í flug sem kom á áfangastað innan 3 klst frá áætluðum komutíma aflýsta flugsins.

  • 400 evrur ef þú komst á áfangastað meira en 3 klst eftir áætlaðan komutíma aflýsta flugsins.

 

Öll flug sem falla ekki undir ofangreint.

  • 300 evrur ef þér var boðin endurbókun í flug sem kom á áfangastað innan 4 klst frá áætluðum komutíma aflýsta flugsins.

  • 600 evrur ef þú komst á áfangastað meira en 4 klst eftir áætlaðan komutíma aflýsta flugsins.

 

Hvenær áttu ekki rétt á bótum?

Farþegar eiga ekki rétt á bótum ef:

  • Þeir buðust til að ferðast með öðru flugi samkvæmt samkomulagi við flugfélagið.

  • Þeim er neitað um far vegna eigin hegðunar eða skorts á ferðagögnum.

  • Athugaðu að evrópureglugerð 261/2004 á ekki við um ferðalög sem bæði hefjast og enda utan ESB, t.d. ferð sem hefst í Bandaríkjunum eða Kanada og endar í Færeyjum eða Grænlandi, jafnvel þó það sé millilent á Íslandi.

*Innan Bandalagsins á við um flug innan Evrópusambandsins (ESB) og EFTA löndin (Ísland, Lichtenstein og Noreg). Flug frá þessum löndum eða milli þeirra falla undir evrópureglugerð 261/2004 sem og flug með flugrekanda sem er skráður innan þessara landa.

bottom of page